Anna Czeczko

Anna Czeczko er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi í níu ár, lengst af á Djúpavogi. Hún er gift Natani Leó Arnarssyni og saman eiga þau einn fjögurra ára son.  Anna lærði fjölskylduráðgjöf í Póllandi en síðan hún flutti til Íslands hefur hún starfað við fiskvinnslu, á leikskóla, á veitingastað og núna starfar […]

Katarzyna Maria Cieslukowska

Kasia býr með fjölskyldu sinni á Húsavík þar sem hún starfar á hjúkrunarheimilinu Hvammi. Kasia brennur fyrir málefnum aldraðra og innflytjenda

Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Þuríður er áhugamanneskja um menningu, samfélag, listir, útivist, og jóga. Hún er gift Magnúsi Helgasyni og saman eiga þau þrjú börn.  Þuríður gekk í grunn og menntaskóla á Akureyri og hefur unnið sem framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar frá 2016. Hún er fædd í Noregi þar sem fjölskyldan hennar bjó um ára bil.  Hún er með BA […]

Angantýr Ómar Ásgeirsson

Angantýr er þrítugur akureyskur fjölskyldufaðir í sálfræðinámi við Háskólan á Akureyri sem vinnur með geðfötluðum og hjá barnavernd. Hans helstu áhugamál eru útivera og að ferðast, skák, bókmenntir, enski boltinn og svo hefur hann sennilega mestan áhuga á mannlegri hegðun og sálarlífi einstaklingsins og því ágætlega settur í starfi og námi. Þau mál sem Angantýr […]

Cecil Haraldsson

Cecil Haraldsson er fæddur í Stykkishólmi 1943 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1962.  Cecil hefur starfað sem sjómaður, kennari, skólastjóri til 1976. Flutti þá til Svíþjóðar og lærði guðfræði við Háskólann í Lundi og nam auk þess til kennsluréttinda. Prestvígðist til þjónustu í sænsku kirkjunni 1984. Fluttist til Íslands 1986. […]