Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Ég er 51 árs bóndi og smiður sem hefur áhuga á að fólk fái að vera það sjálft og viðra skoðanir sínar, alveg þangað til einstaklingsfrelsi eins fer að skerða frelsi og lífsgæði annarra. Síðan Þingeyjarsveit varð til í núverandi mynd árið 2008 hef ég skipt mér af sveitarstjórnarmálum og setið í sveitarstjórn eða nefndum […]

Óli Halldórsson

Persónan Ég er fjölskyldumaður og bý með Herdísi eiginkonu minni og fjórum börnum í gömlu húsi í miðbænum á Húsavík. Ættir mínar liggja um Þingeyjarsýslur og Vopnafjörð. Ég hef starfað undanfarin ár sem forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga við uppbyggingu og rekstur þekkingar- og fræðslustarfsemi á norðausturhorninu. Frítíma vil ég helst verja í fjölskyldustúss og ferðalög. Stundum […]

Kári Gautason

Ég tel að vinstri hugsun og grænar lausnir skipti framtíð okkar miklu. Þessvegna á VG erindi og tekst óhikað á við landssstjórnina. Í þrjú ár hef ég verið framkvæmdastjóri þingflokks VG. Það hefur verið góður skóli. Að vera í sambúð og frambjóðandi í fæðingarorlofi er líka lærdómsríkt. Ég er þrjátíu og tveggja vetra Vopnfirðingur. Á […]

Jódís Skúladóttir

Lífið fer með okkur í ótal hringi og engin veit sína ævi fyrr en öll er. Röð tilviljana í bland við góðar ákvarðanir hafa komið mér á þann stað sem ég er í dag, einmitt þar sem mig dreymdi um að vera. Ég hef löngum verið talskona jafnréttis og hef lagt mig fram við að […]

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Akureyri, 8. janúar 1991. 3. sæti. Jana er fædd á Akureyri og uppalin þar að mestu leyti fyrir utan fjögur ár á Öndólfsstöðum í Reykjadal. Hún er með BSc gráðu í efnafræði, hefur stundað klassískt söngnám í rúm 10 ár, starfar sem hótelstjóri á sumrin og er í mastersnámi í forystu […]

Ingibjörg Þórðardóttir

1.-2. sætið Það var líklega árið 2008 sem ég mætti á minn fyrsta fund hjá VG. Þetta var kjördæmisþing í NA-kjördæmi haldið í Mývatnssveit og ég ákvað strax að ef ég ætlaði að tilheyra þessari hreyfingu þá þyrfti ég að vera virkur félagi og láta rödd mína heyrast. Einkum fannst mér skorta hina feminísku rödd […]

Helga Margrét Jóhannesdóttir

Sækist eftir 5. Sæti Helga Margrét er þrítug og búsett í Eyjafjarðarsveit ásamt eiginmanni sínum Helga Garðari Helgasyni, blikksmið frá Grímsey. Saman eiga þau eina dóttur og einn ókominn son. Helga græddi einnig stjúpdóttur í kaupbæti með eiginmanninum. Hún er sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar jafnframt sem pole fitness þjálfari. Í dag stundar […]

Einar Gauti Helgason

Einar Gauti Helgason, Akureyringur úr þorpinu og matreiðslumeistari, býður sig fram á framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi þann 13. – 15. febrúar 2021. Ég hef undanfarin ár starfað og tekið þátt í störfum fyrir hreyfinguna. Ég hef verið virkur félagi í UVG, er varaáheyrnarfulltrúi VG í fræðsluráði Akureyrar og er ritari svæðisfélags VG Akureyri og […]

Cecil Haraldsson

Kjördæmið okkar, Norðausturkjördæmi nær yfir þrjú nokkuð afmörkuð landssvæði, Eyjafjarðar -, Þingeyjar- og Austurlandsvæði. Mér finnst að hvert svæði ætti að eiga einn fulltrúa í sætunum 1-3 og sömuleiðis í sætunum í sætunum 4-6. Raunar á aðeins að kjósa í fimm sæti. Ég mælist til þess við ykkur, að þið raðið eftir þessari hugmynd. Ég […]

Ásrún Ýr Gestsdóttir

Ég er Hríseyingur, búsett á Akureyri ásamt fjölskyldu minni. Ég legg stund á nám í byggðaþróun við Háskólan á Akureyri, lærði áður búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og fór svo síðar að læra kjötiðn. Ég er landsbyggðarmanneskja og mun ég tala fyrir því að landsbyggðirnar fái jöfn tækifæri til þess að blómstra. Eftir að […]