13. sæti

Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Þuríður er áhugamanneskja um menningu, samfélag, listir, útivist, og jóga. Hún er gift Magnúsi Helgasyni og saman eiga þau þrjú börn. 

Þuríður gekk í grunn og menntaskóla á Akureyri og hefur unnið sem framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar frá 2016. Hún er fædd í Noregi þar sem fjölskyldan hennar bjó um ára bil. 

Hún er með BA í myndlist, kennsluréttindi, MA í mannauðsstjórnun auk þess hafa numið visthagfræði við UAB í Barcelona þar sem hún var skiptinemi frá Umhverfis og auðlindafræðideild Háskóla Íslands. 

Þuríður hefur brennandi áhuga á náttúru- og umhverfisvernd og því hvernig gera megi samfélagið mannvænna.

Aðrir frambjóðendur