Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Ég er 51 árs bóndi og smiður sem hefur áhuga á að fólk fái að vera það sjálft og viðra skoðanir sínar, alveg þangað til einstaklingsfrelsi eins fer að skerða frelsi og lífsgæði annarra. Síðan Þingeyjarsveit varð til í núverandi mynd árið 2008 hef ég skipt mér af sveitarstjórnarmálum og setið í sveitarstjórn eða nefndum sveitarfélagsins fyrir hönd Gleðilistans, Framtíðarinnar, Sveitunga og endurnýjaðrar Framtíðar.

Það hefur reynst okkur sem búum í dreifbýlum sveitarfélögum erfitt að snúa við þeirri þróun að íbúum fækkar og aldurssamsetning samfélaganna er gjarnan orðin þannig að líkur á náttúrulegri endurnýjun eru orðnar hverfandi.

Eitt mikilvægasta verkefni okkar sem viljum að áfram verði byggð um allt land er því að gefa unga fólkinu okkar sem í miklum mæli leitar sér menntunar fjarri heimahögum kost á því að koma til baka og leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið sem það ólst upp í.

Leiðin að því marki hlýtur að liggja eftir margskonar slóðum, svo sem að opinberir aðilar og einkageirinn stórauki framboð á störfum án staðsetningar og að samfélagsbanki eða aðrar óhagnaðardrifnar lánastofnanir starfi um allt land.

Síðast en ekki síst þarf að tryggja verði að það kerfi sem byggt er í kringum matvælaframleiðslu hamli ekki nýsköpun á sumum lögbýlum, til dæmis má spyrja sig hvort byggðatengdur stuðningur þurfi að tengjast því hve mörg tonn af kindakjöti eru framleidd á hverju búi enda er skortur á þeim tonnum ekki vandamál.

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Öndólfsstöðum.

Aðrir í forvali