8. sæti

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Sigríður Hlynur er fimmtíu og tveggja ára eiginmaður, pabbi, afi, stálvirkjasmiður, sauðfjárbóndi, ferðaþjónustubóndi, sveitarstjórnarmaður, húsbóndi á heimavist og fleira og fleira. 

Hann hefur alla tíð búið í Reykadal í Þingeyjarsveit fyrir utan sex ár sem hann bjó með fjölskyldu sinni á Húsavík þar sem hann lærði og vann sem Stálvirkjasmiður.

Sigríður Hlynur hefur alltaf haft áhuga á stjórnmálum og bættu samfélagi en síðan hann flutti aftur heim í sveitina hefur hann skipt sér af sveitarstjórnarmálum með einum eða öðrum hætti.

Í gegnum tíðina hefur hann sinnt ýmsum hugðarefnum í frítímanum, t.d. ljósmyndun, fiskveiðum, hundaþjálfun og eldsmíði svo eitthvað sé nefnt.

„Mig langar alltaf að bæta sjálfan mig og heiminn í kringum mig og stundum reyni ég óhefðbundar leiðir til þess.“

Aðrir frambjóðendur