3. sæti

Óli Halldórsson

Óli er fjölskyldumaður og býr með Herdísi eiginkonu sinni og fjórum börnum í gömlu húsi í miðbænum á Húsavík. Ættir hans liggja um Þingeyjarsýslur og Vopnafjörð. Hann hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga við uppbyggingu og rekstur þekkingar- og fræðslustarfsemi á Norðausturhorninu.

Frítímanum vill Óli helst verja í fjölskyldustúss og ferðalög. Stundum líka veiði og útivist af ýmsu tagi.

Óli hefur einnig verið sveitarstjórnarmaður og formaður byggðarráðs Norðurþings. Hann starfaði áður sem sérfræðingur á Skipulagsstofnun, lögreglumaður í sumarafleysingum með háskólanámi ásamt ýmsum sumarstörfum s.s. við fiskvinnslu.

„Norðausturkjördæmi er sérstakt fyrir margra hluta sakir. Firðirnir og fjöllin, breiddin í mannlífinu, atvinnulífinu og byggðunum. Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að hagur okkar sem búum í Norðausturkjördæminu verði best tryggður með náttúruvernd og traustri byggð sem byggir á sterkum innviðum samfélags og sókn til nýsköpunar um allt okkar víðfema svæði. Það verða bæði tækifæri og áskoranir fyrir VG í Norðausturkjördæmi komandi haust og það mun þurfa sterkan framboðslista með fólki sem gustar af til að fást við verkefnin.“

Aðrir frambjóðendur