Óli Halldórsson

Persónan

Ég er fjölskyldumaður og bý með Herdísi eiginkonu minni og fjórum börnum í gömlu húsi í miðbænum á Húsavík. Ættir mínar liggja um Þingeyjarsýslur og Vopnafjörð. Ég hef starfað undanfarin ár sem forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga við uppbyggingu og rekstur þekkingar- og fræðslustarfsemi á norðausturhorninu. Frítíma vil ég helst verja í fjölskyldustúss og ferðalög. Stundum líka veiði og útivist af ýmsu tagi.

Pólitíska reynslan

Undanfarin ár hef ég tekið þátt í ýmsu pólitísku starfi fyrir VG:

›Oddviti VG í sveitarstjórn Norðurþings síðustu tvö kjörtímabil, fyrst formaður byggðaráðs en síðar forseti sveitarstjórnar.

›Á framboðslista VG síðustu tvær Alþingiskosningar og hef tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður á báðum kjörtímabilum.

›Formaður í þverpólitískri nefnd um stofnun Hálendisþjóðgarðs.

›Í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til nokkurra ára.

Kjördæmið

Norðausturkjördæmi er sérstakt fyrir margra hluta sakir. Firðirnir og fjöllin, breiddin í mannlífinu, atvinnulífinu og byggðunum. Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að hagur okkar sem búum í Norðausturkjördæminu verði best tryggður með náttúruvernd og traustri byggð sem byggir á sterkum innviðum samfélags og sókn til nýsköpunar um allt okkar víðfema svæði. Það verða bæði tækifæri og áskoranir fyrir VG í Norðausturkjördæmi komandi haust og það mun þurfa sterkan framboðslista með fólki sem gustar af til að fást við verkefnin.

Framboðið

Framboðslisti VG í Norðausturkjördæmi 2021 þarf að gefa kjósendum skýr fyrirheit:

(1) VG verði í leiðandi hlutverki áfram í kjördæminu.

(2) VG sé hreyfing sem fólk, og flokkar, vilja nálgast og eiga samstarf við.

(3) VG velji fólk í forystu sem láti vel að koma fram fyrir kjördæmið allt og koma hlutum í verk.

Ég er tilbúinn til þessara verka og býð mig fram í 1. sæti, til að leiða lista VG.

Aðrir í forvali