4. sæti

Kári Gautason

Kári Gautason er uppalinn Vopnfirðingur en á ættir að rekja til Seyðisfjarðar og var þar mörg sumur hjá afa sínum og ömmu. Kári á unga dóttur með Gró Einarsdóttur sem fæddist í janúar 2020.

Stundaði búskap í Vopnafirði árin 2013 til 2015, stundaði nám í búfjárerfðafræði árin 2015-2017 og starfaði hjá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins í hlutastarfi og heilu árin 2013-2015 og 2017. Við ráðgjafastörf í loðdýrarækt og við kynbótastarf í nautgriparækt. Frá 2018 til 2021 sem framkvæmdastjóri þingflokks VG. 

Kári starfar í dag sem sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. 

Málefnin sem Kári brennur fyrir eru atvinnumál, málefni landsbyggðanna og loftslagsmál. En til þess að skapa störf í hinum dreifðu byggðum þarf fjölbreytta nýsköpun. Þannig megi skapa græn störf fyrir verkamenn, iðnaðarmenn og háskólamenntað fólk. Tækifæri felast í því að bjóða fleirum upp á að njóta þeirra gæða sem landsbyggðin hefur uppá að bjóða. 

Aðrir frambjóðendur