Kári Gautason

Ég tel að vinstri hugsun og grænar lausnir skipti framtíð okkar miklu. Þessvegna á VG erindi og tekst óhikað á við landssstjórnina. Í þrjú ár hef ég verið framkvæmdastjóri þingflokks VG. Það hefur verið góður skóli. Að vera í sambúð og frambjóðandi í fæðingarorlofi er líka lærdómsríkt.

Ég er þrjátíu og tveggja vetra Vopnfirðingur. Á lífsleiðinni hef ég unnið fjölbreytt störf tengd landbúnaði, verið ráðunautur, bóndi og meira að segja jólatrjáasnyrtir meðfram meistaranámi í búfjárerfðafræði í Danmörku. Að vera bóndi með rætur í sjávarplássi tel ég vera góðan bakgrunn fyrir framboð á vegum VG

Verkefni næstu ára verður að að ná aftur fullri atvinnu. Íslenskt samfélag þolir ekki til lengdar að tugir þúsunda séu án atvinnu.

Það er sannfæring mín að um allt land megi skapa fjölmörg störf á nýjum og spennandi sviðum. Tækifærin spretta þó ekki síður upp úr nýsköpun og þróun í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu.

Við í VG þurfum að sjá til þess að nýsköpunarfé rati alla leið út á landsbyggðina.  Að þar komi til hvatar fyrir þau fjölmörgu öflugu fyrirtæki sem hafa aðsetur í fjórðungnum að stunda rannsóknir og þróun í heimabyggð. Og við í VG þurfum að berjast fyrir því að sem flest í okkar landshluta geti bætt við sig menntun og hæfni til þess að takast á við breyttan vinnumarkað og ný verkefni.

Auk þess legg ég til að sama aðgengis- og tækniviðmið gildi í rafmagnsmálum, fjarskiptum, samgöngum, heilbrigðisþjónustu og menntamálum um allt land.

Ég sækist eftir 2. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.

Greinar eftir Kára Gautason:

Eyjafjörður – miðstöð fjarnáms á Norðurslóðum 

Samvinna um kaup í Síldarvinnslunni 

Ný matvælastefna í blíðu og stríðu

Komum í veg fyrir varanlegt tjón! 

Brugðist við umsögn Ungra bænda um matvælastefnu: Dugar smábíll sem skólabíll?

Sjálf­stæður sjáv­ar­út­veg­ur 

Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga

Vörumst villuljós

Að bera saman losunarappelsínur og losunarepli

Samfélagsmiðlar

twitter.com/karigauta

instagram.com/karigauta

facebook.com/gautason

karigauta.medium.com/

Aðrir í forvali