2. sæti

Jódís Skúladóttir

Jódís Skúladóttir er 44 ára og býr í Fellabæ.  Hún er fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í sveitarstjórn í Múlaþingi og starfar einnig sem verkefnastjóri hjá Austurbrú þar sem hún sinnir almenningssamgöngum og persónuverndarmálum.

Hún á fjögur börn á aldrinum 5-29 ára. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og starfaði í kjölfarið sem lögfræðingur loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun.

Hún hefur mikinn áhuga á sjálfbæru líferni, ræktun, veiði og að gera upp gamla hluti. Tónlist og eldamennska eru líka ofarlega á áhugamálalistanum.

Jódís brennur fyrir jafnrétti og umhverfismálum og hefur í gegnum tíðina tekið marga slagi í þeim málaflokkum, meðal annars sem formaður félagsins Hinsegin Austurlands.

Aðrir frambjóðendur