Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Akureyri, 8. janúar 1991. 3. sæti.

Jana er fædd á Akureyri og uppalin þar að mestu leyti fyrir utan fjögur ár á Öndólfsstöðum í Reykjadal. Hún er með BSc gráðu í efnafræði, hefur stundað klassískt söngnám í rúm 10 ár, starfar sem hótelstjóri á sumrin og er í mastersnámi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún flutti til Akureyrar í lok árs 2017 eftir sex ár í Reykjavík og Berlín. Jana er varabæjarfulltrúi á Akureyri og varaformaður Ungra vinstri grænna. Á síðasta ári var hún alþjóðafulltrúi UVG og varaforseti Ungmennaráðs Norðurlandaráðs og sat sem áheyrnarfulltrúi í sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs.

            Áhugasviðið er vítt og áherslurnar einnig. Það þarf að fylgja eftir því góða starfi sem umhverfisráðherra hefur staðið fyrir. Baráttan gegn loftslagsvánni og tapi á líffræðilegri fjölbreytni er sameiginleg allri heimsbyggðinni, bæði fyrir núverandi og framtíðargesti hér á jörð. Ísland, með alla sína hreinu orku og fallegu víðerni, á að vera fyrirmynd í umhverfismálum. Það er svo sannarlega hægt að gera betur og Ísland þarf að gera betur. Geðheilbrigðismál hafa verið Jönu hugleikin í mörg ár, hún fengið að kynnast kerfinu sem aðstandandi. Efla þarf geðheilbrigðisþjónstu í Norðausturkjördæmi. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að öflugri heilbrigðisþjónustu í tíð núverandi heilbrigðisráðherra, en verkefnin eru mörg og mikilvæg. Gæta þarf að viðkvæmari hópum samfélagsins í endurreisn samfélagsins eftir kórónuveiruna og í baráttunni við loftslagsvána þarf að eyða út félagslegum ójöfnuði. Störf án staðsetningar, tækifæri óháð búsetu, jafnrétti allra kynja, samgöngukerfi sem þjónar öllum byggðum landsins og málefni öryrkja eru mál sem einblína þarf á.

·       Tenglar á samfélagsmiðla og netfang. 

www.facebook.com/janasalome

www.instagram.com/janasalome91 

janasalome@vinstri.is

Aðrir í forvali