7. sæti

Ingibjörg Þórðardóttir

Ingibjörg Þórðardóttir býr í Neskaupstað en þar er hún fædd og uppalin af alþýðufólki. Hún er 49 ára íslenskukennari og starfar við Verkmenntaskóla Austurlands. Einnig hefur hún m.a. starfað við skrifstofustörf, fiskvinnslu, sem barþjónn og við þungarokkshátíðina Eistnaflug.

Helstu áhugamál Ingibjargar fyrir utan stjórnmál eru badminton, golf, hjólreiðar, ferðalög og hvers kyns útivist. Hún er gift, á tvö börn og einn fósturson og svo á hún þrjú barnabörn og það fjórða á leiðinni.

Ingibjörg brennur fyrir ýmsum samfélagsmálum og hefur sérstakan áhuga á jafnréttismálum og umhverfismálum. Einnig hefur hún mikinn áhuga byggðamálum og telur mikilvægt að auka fjölbreytni í atvinnulífi víða á landsbyggðinni, aðgengi að þjónustu og menningu og ekki síst menntun.

Aðrir frambjóðendur