Helga Margrét Jóhannesdóttir

Sækist eftir 5. Sæti

Helga Margrét er þrítug og búsett í Eyjafjarðarsveit ásamt eiginmanni sínum Helga Garðari Helgasyni, blikksmið frá Grímsey. Saman eiga þau eina dóttur og einn ókominn son. Helga græddi einnig stjúpdóttur í kaupbæti með eiginmanninum. Hún er sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar jafnframt sem pole fitness þjálfari. Í dag stundar hún mastersnám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Akureyri og klassískt söngnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, samhliða því að vera í fæðingarorlofi.

Helga hefur verið ötul í stúdentapólitík og gegndi meðal annars stöðu formanns stúdentaráðs Háskólans á Akureyri sem og stöðu formanns Eirar, félags heilbrigðisnema. Ásamt því sinnti hún setu í hinum ýmsu nefndum og ráðum HA, svo sem jafnréttisráði, umhverfisráði og deildarráði heilbrigðisvísindasviðs og var fulltrúi íslenskra hjúkrunarfæðinema í Norðurlandaráði og Félagi evrópskra hjúkrunarfræðinema. Í dag situr hún í framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna.

Gildi hennar snúast fyrst og fremst um að allir hafi jöfn tækifæri óháð aldri, kyni, kynþætti og kynhneigð sem og félagslegum aðstæðum, fjárhag og búsetu. Hún vill berjast fyrir samfélagi þar sem við erum öll jafningjar og lifum í sátt við hvort annað og náttúruna.

Heilbrigðismálin standa Helgu nærri og vill hún byggja ofan á þann góða árangur sem þegar hefur náðst í þeim efnum undir stjórn Vinstri grænna á líðandi kjörtímabili. Mikilvægt er að gera alla heilbrigðisþjónustu áfallamiðaða. Aðgengi að henni þarf að bæta til muna á landsbyggðunum. Tryggja þarf að sjúkdómar, efnahagur og félagslegar aðstæður hamli ekki aðgengi fólks að þjónustu sem það þarfnast og hefur rétt á; hvort sem um ræðir líkamleg veikindi, andleg veikindi eða fíknisjúkdóma. Jafnframt verður að tryggja að allir njóti sömu virðingar þegar heilbrigðisþjónusta er veitt.

Hægt er að fylgjast með Helgu á Instagram eða senda henni tölvupóst ef einhverjar spurningar vakna.

Instagram: vinstrihelga

Netfang: helga@vinstri.is

Aðrir í forvali