Cecil Haraldsson

Kjördæmið okkar, Norðausturkjördæmi nær yfir þrjú nokkuð afmörkuð landssvæði, Eyjafjarðar -, Þingeyjar- og Austurlandsvæði. Mér finnst að hvert svæði ætti að eiga einn fulltrúa í sætunum 1-3 og sömuleiðis í sætunum í sætunum 4-6. Raunar á aðeins að kjósa í fimm sæti. Ég mælist til þess við ykkur, að þið raðið eftir þessari hugmynd.

Ég gef kost á mér í 4-5 sæti, þ.e.a.s. „seinna sæti“ Austurlands. Finnist ykkur akkur í að hafa þar hreyfiskertan öldung með höfuðið í góðu lagi að ég tel, þá er það velkomið. Sé ekki svo, þá er það mér að meinalausu, og alls ekki tilefni til neinnar andúðar síður en svo. Saman stefnum við á gott kosningagengi undir forystu þeirra, sem veljast í framvarðarsveitina.

Fæddur í Stykkishólmi 1943 og ólst þar upp. 

Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1962. 

Starfsferill: Sjómaður, kennari, skólastjóri til 1976. Flutti þá til Svíþjóðar og lærði guðfræði við Háskólann í Lundi og nam auk þess til kennsluréttinda. Prestvígðist til þjónustu í sænsku kirkjunni 1984. Fluttist til Íslands 1986. Var starfsmaður Öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar í tæp tvö ár. Safnaðarprestur við Fríkirkjuna í Reykjavík 1988 til 1998, sóknarprestur á Seyðisfirði 1998 til eftirlaunaaldurs 2013 og kenndi einnig við Seyðisfjarðarskóla.

Fjölskylda: Eiginkona mín til 20 ára er Kristín Guðveig Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð. Við eigum eina dóttur og með Kristínu  eignaðist ég fósturdóttur. Auk þess er ég faðir tveggja fullorðinna barna af fyrra hjónabandi.

Félagsstörf (helstu): Formaður Sambands ungra jafnaðarmanna í eitt ár, sat í stúdentaráði í Lundi í fimm ár, varaformaður Sambands innflytjendafélaga í Lundi í tvö ár og formaður í önnur tvö. Sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 2002-2013, forseti bæjarstjórnar fyrsta klörtímabilið og síðan varaforseti. Stóð ásamt mörgum öðrum að framboði V-lista til bæjarstórnar 2020. Við fengum 18,03% greiddra atkvæða. Á sæti í flokksráði Vg og er fyrsti varamaður í stjórn hreyfingarinnar.

Aðrir í forvali