11. sæti

Cecil Haraldsson

Cecil Haraldsson er fæddur í Stykkishólmi 1943 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1962. 

Cecil hefur starfað sem sjómaður, kennari, skólastjóri til 1976. Flutti þá til Svíþjóðar og lærði guðfræði við Háskólann í Lundi og nam auk þess til kennsluréttinda. Prestvígðist til þjónustu í sænsku kirkjunni 1984. Fluttist til Íslands 1986. Var starfsmaður Öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar í tæp tvö ár. Safnaðarprestur við Fríkirkjuna í Reykjavík 1988 til 1998, sóknarprestur á Seyðisfirði 1998 til eftirlaunaaldurs 2013 og kenndi einnig við Seyðisfjarðarskóla.

Eiginkona Cecils til 20 ára er Kristín Guðveig Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð. Þau eiga eina dóttur og með Kristínu eignaðist hann einnig fósturdóttur. Auk þess er hann faðir tveggja fullorðinna barna af fyrra hjónabandi.

Cecil var formaður Sambands ungra jafnaðarmanna í eitt ár, sat í stúdentaráði í Lundi í fimm ár, varaformaður Sambands innflytjendafélaga í Lundi í tvö ár og formaður í önnur tvö. Sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 2002-2013, forseti bæjarstjórnar fyrsta klörtímabilið og síðan varaforseti. Stóð ásamt mörgum öðrum að framboði V-lista til bæjarstjórnar 2020. Á sæti í flokksráði Vg og er fyrsti varamaður í stjórn hreyfingarinnar.

Aðrir frambjóðendur