1. sæti

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er fædd árið 1965 og gift Helga Jóhannssyni þjónustustjóra og börnin eru þrjú og svona að mestu flutt að heiman. Bjarkey er Siglfirðingur en flutti sextán ára í Ólafsfjörð og hefur búið þar að mestu síðan. Hún er menntaður kennari og náms- og starfsráðgjafi og starfaði í grunnskólanum í Fjallabyggð og Menntaskólanum á Tröllaskaga áður en hún var kjörin á þing árið 2013. Bjarkey hefur ásamt manni sínum staðið í margskonar smárekstri meðfram annarri vinnu og síðast rekstri veitinga-, kaffi- og gistihúss.

Áhugamálin fyrir utan pólitíkina eru margs konar útivist, hlaup, skíðaganga, að hjóla og ganga á fjöll og svo get ég gleymt stað og stund við lestur góðra bóka. Bjarkey hefur líka mjög gaman af að elda góðan mat og er forfallin Manchester United kona og þar sem maðurinn hennar er Púllari er oft hiti á heimilinu þegar horft og rætt er um enska boltann.

Í gegnum árin hef Bjarkey gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn. Sat til dæmis lengi í stjórn hreyfingarinnar og var einnig formaður svæðisfélags og kjördæmisráðs og gjaldkeri þess. Á þessu kjörtímabili hefur Bjarkey verið formaður þingflokks Vinstri grænna.

Helstu pólitísku áherslurnar varða byggðamál í hinu stóra samhengi, til dæmis er varðar heilbrigðis-, mennta-, jafnréttis- eða umhverfismálin. Auk þess er fjölbreytt atvinna og góðar samgöngur í hinum dreifðu byggðum forsenda þess að mannlífið blómstri. Hún vill einnig sjá til þess að kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu verði lagfærð verulega og hefur talað fyrir því á þingi.

Bjarkey segir að þessi ár á þingi hafi verið mjög lærdómsrík, oft snúin, en skemmtileg. Hún hefur verið fulltrúi þingflokksins m.a. í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd á þessu kjörtímabili þar sem fjölmörg mál hafa verið til umfjöllunar er varða allt landið t.d. jafnréttismál af margvíslegum toga, löggæslan og svo auðvitað skólamálin, auk þess sem vinna í fjárlaganefnd snertir á nærfellt öllum málaflokkum.

Aðrir frambjóðendur