9. sæti

Ásrún Ýr Gestsdóttir

Ásrún er 34 ára Hríseyingur sem ílengdist á Akureyri á heimleiðinni. Hún er mikil fjölskyldumanneskja og þriggja barna móðir.

Ásrún er búfræðingur að mennt og lærði kjötiðn en í dag stundar hún nám í byggðaþróun við Háskólann á Akureyri og vinnur af og til við afgreiðslustörf og heimaþjónustu. 

Í frítíma sínum hefur hún gaman af því að baka og elda. Best þykir henni að halda stór matarboð þar sem mikið er borðað og hlegið. Hún er mikil íþróttamanneskja, en leggur meiri áherslu á að horfa á íþróttir en stundar þær minna. 

Helstu baráttumál Ásrúnar eru jöfn tækifæri óháð kyni, aldri, búsetu og uppruna. Að gera dreifðar byggðir að raunverulegum valmöguleika til búsetu meðal annars með góðum og umhverfisvænum almenningssamgöngum. Síðast en ekki síst þá vill hún að við gerum betur þegar kemur að því að virða náttúruna og umhverfið.

„Ég skráði mig í VG tvítug, eftir að hafa kynnt mér öll framboð vel fyrir kosningar 2007. Ég tek þátt í pólitísku starfi því maður breytir engu við eldhúsborðið heldur með því að taka þátt.“

Aðrir frambjóðendur