18. sæti

Anna Czeczko

Anna Czeczko er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi í níu ár, lengst af á Djúpavogi. Hún er gift Natani Leó Arnarssyni og saman eiga þau einn fjögurra ára son. 

Anna lærði fjölskylduráðgjöf í Póllandi en síðan hún flutti til Íslands hefur hún starfað við fiskvinnslu, á leikskóla, á veitingastað og núna starfar hún sem grunnskólaleiðbeinandi við Djúpavogsskóla. Hún stefnir á að hefja meistarnám í kennslufræðum. 

Helsta áhugamál Önnu eru að baka og skreyta tertur og hún elskar að dansa, fara í zumba og hlusta á Valdimar. Hún ver líka tíma sínum í að aðstoða innflytjendur við túlkun og þýðingar og ýmsa aðra hluti. 

Anna brennur fyrir málefnum innflytjenda. Hún telur að bæta þurfi íslenskukennslu ásamt fræðslu og ráðgjöf við ýmsa þætti daglegs lífs sem flókið getur verið fyrir innflytjendur að átta sig á. réttindi barna, barnavernd, sálfræðiaðstoð og stuðning við barnafjölskyldur. Sérstaklega þarf að huga vel að börnum innflytjenda. 

Aðrir frambjóðendur