12. sæti

Angantýr Ómar Ásgeirsson

Angantýr er þrítugur akureyskur fjölskyldufaðir í sálfræðinámi við Háskólan á Akureyri sem vinnur með geðfötluðum og hjá barnavernd.

Hans helstu áhugamál eru útivera og að ferðast, skák, bókmenntir, enski boltinn og svo hefur hann sennilega mestan áhuga á mannlegri hegðun og sálarlífi einstaklingsins og því ágætlega settur í starfi og námi.

Þau mál sem Angantýr leggur mesta áherslu á eru sjálfbærni, geðrækt, landbúnaður, umhverfisvernd og jöfn tækifæri.

Aðrir frambjóðendur