Tökumst á við stóru málin saman

Viðbrögð við hamfarahlýnun af mannavöldum er mál sem við Vinstri-græn höfum í langan tíma sett á oddinn í stjórnmálum og nú getur enginn lengur skellt skollaeyrum við. Áhrifin á Íslandi eru margvísleg og geta haft miklar afleiðingar á innviði okkar samfélaga. Við Íslendingar höfum nú þegar kynnst afleiðingum skriðufalla, þurrka og gróðurelda og slæmum afleiðingum […]

Kjósum ungt fólk á Alþingi

Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er […]

Stjórnmál snúast um fólk

Starf okkar sem erum í pólitík er margvíslegt en skemmtilegast þykir mér að ferðast um kjördæmið mitt og ræða við fólk. Þar fæ ég bestu hugmyndirnar og oft hressilega áminningu um það sem betur má fara – beint af kúnni. Frá fólkinu sem ég starfa fyrir. Um leið gefst mér tækifæri til að ræða áherslumál […]

„Eitthvað annað“ og stafræn þróun í vexti

Áður en heimsfaraldur kórónuveiru umturnaði heiminum var vaxandi umræða um að hnattvæðingin væri að hægja á sér. Það vakti ugg í brjóstum margra en öðrum var hlátur í hug. Tollastríðin milli stórveldanna, Bandaríkjanna og Kína og Bandaríkjanna og Evrópu, ollu versnandi horfum í þróun heimsviðskiptanna. Og jafnvel áður en Trump komst til valda í Bandaríkjunum, […]

Blómleg menning um allt land

Það er á tímum eins og þeim sem við lifum núna sem við finnum sérstaklega fyrir því hvað menning og listir eru okkur mikilvægar. Við höfum svo sannarlega notið þess að okkar frábæra listafólk hefur lagt sitt af mörkum til að hjálpa okkur að þrauka og glatt okkur á ótal vegu. Bækur, tónlist, sjónvarpsþættir og […]

Fjölbreytt atvinnulíf gerir samfélög betri

Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi […]

Opnir fundir í Listasafninu á Akureyri

Ssunnudaginn 29. ágúst höldum við tvo fundi í Listasafninu á Akureyri 15:30 Opinn fundur um menningarmál Katrín Jakobsdóttir og efstu frambjóðendur í kjördæminu fara yfir áherslur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í menningarmálum og hlusta eftir sjónarmiðum fundargesta 17:00 Opinn fundur um málefni ungs fólks Katrín Jakobsdóttir og efstu frambjóðendur í kjördæminu fara yfir áherslur Vinstrihreyfingarinnar græns […]

Samþykktur listi fyrir Alþingiskosningar

Listi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust var samþykktur á fundi kjördæmaráðs 2. ágúst. Rafrænt forval VG var haldið dagana 13. – 15. febrúar. 1 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 2 Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi VG, Múlaþingi 3 Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi VG, Húsavík 4 Kári Gautason, sérfræðingur, Reykjavík 5 Jana […]